8.10.2007 | 23:47
Vegna földa áskoranna ;)
Jæja er ekki tími kominn á smá blogg ég held það nú ... hjá okkur gengur allt sinn vana gang Ómar kominn í fæðingar orlof eftir hádegi og verður það fram í janúar, og það besta við það er að nú er loksins hægt að byrja uppi og er byrjað pabbi búin að vera nokkra daga og þeir búnir að setja upp milliveggjar grindina svo nú er hægt að sjá nokkurnvegin hvernig þetta á að líta út;) næsta skref er svo að setja hitan í gólfin... ég hlakka svo til að flytja upp að ég er einsog lítill krakki sem hlakkar til jólana og mikið finnst mér gott að finna þá tilfinningu, það sem mér finnst nefnilega leiðinlegast við að eldast er það hvað maður finnur alltof sjaldan fyrir virkilegri tilhlökkunar tilfinningu, svona að geta ekki sofnað á kvöldin því man hlakkar svo til einhvers;)
Sólveig blómstrar alveg þessa dagana er alltaf að koma með eitthvað nýtt babblar heilmikið og skríkir og hlær algjör dúlla:) farinn að fá smá graut og henni finnst hann svona rosalega góður, verður alveg stjörf af kæti þegar hú fær að smakka:) og svo gargar hún ef ég er ekki nógu snögg að setja upp í hana hehe ;) Svo fórum við með hana í sund og það var nú ekki lítið gaman :)
Svo ætla ég að fara að mála í Þórunarstrætinu en hún er laus núna í 2 vikur og er ég búin að múta bróður mínum til að hjalpa mér:) og það sem hann fær í staðin er náttúrulega bara gleðin að vera mð mér allan þennan tíma sem er náttúrulega alveg príðis verðlaun fyrir drenginn hehe
jæja nóg raus í bili yfir og út
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað ég skil að þig hlakki til að flytja upp.:) Ekkert smá flott hús heldur svona þar fyrir utan:) Orkan í þér manneskja mála líka í bland við allt hitt...duglegust. Flott hjá Ómari að skipta því svona, hefði ekki fattað það:)
Best að fara að borða kom svo vel út í dag...vííííí
Kv Ernan
ERnan (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:31
Já það er alltaf svo spennandi að flytja .... raða og allt þetta.... já það er nóg að gera hjá þér þessa dagana vera mamma, læra, og mála geri aðrir betur... en þegar ég sé þórunnarstræti verð ég að sega frá að ég átti heima í þórunnarstræti þegar ég var lítil ( 2-3 ára ) man ekki númer hvað, (skrítið :)..) en ég er nefnilega fædd á Akureyri, en flutti þaðan þegar ég var 6 ára...og finnst alltaf jafn gaman að koma norður.... jæja gangi þér vel í öllu amstrinu..kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.